Tuesday, May 31, 2011

Smálöndin

Ég er búin að vera að rækta í Smálöndunum frá því að þau voru stofnuð árið 2009.  Við erum tvær saman í þessu sem gerir ræktunina margfalt skemmtilegri og svo pössum við garðana hvor fyrir aðra í fríum. 
Nú eru allir á fullu að undirbúa.  Gaman er að labba um og heyra hvað fólk ætlar að rækta.  Í einum garðinum var verið að smíða grind og þar á plast að fara yfir og ætla eigendurnir að rækta kúrbíta. 
Ég ætla að rækta kartöflur: Premium, Rauðar, Bláar og Gullauga.  Ég er búin að setja Premium niður og hinar verða vonandi settar niður í kvöld.  Í kartöflubeðin fór hænsnaskítur og einnig brennisteinn.
Keypti forræktaðar rauðrófur, hnúðkál og brokkolí en plönturnar mínar eru hálf vesælar enn þótt hænsnaskítsteið sé aðeins að hressa þær við.  Allt þetta er komið niður. 
Heilt beð fer undir baunirnar en þær heppnuðust sérlega vel í fyrra.  Ætla að setja niður sykurbaunir.
Ég ætla að sá fyrir gulrótum og rauðrófum.  Er að hugsa að smíða utan um sáðbeðið en á eftir að undirbúa það.
Í allan garðinn fór hænsnaskítur og svo kalk á öll beð nema kartöflubeðin. 
Vandamál í smálöndum hafa verið þjófar bæði tvífættir og fjórfættir en með girðingu leysast þau vonandi. 
Vinnudagur í Smálöndum

No comments:

Post a Comment