Tuesday, May 24, 2011

Hvítlaukur

Ég keypti mér hvítlauksútsæði í Garðheimum um daginn.  Það er í fyrsta sinn sem ég reyni að rækta hvítlauk og hlakka ég til að takast á við það.  Einhver reynsla er komin á ræktunina hér á landi.  Mjög fróðleg grein er í síðasta garðyrkjuriti um hvítlauk eftir Kristínu Jónsdóttir og Jóhann Róbertsson.  Þau hafa reynt ýmis afbrigði en segja Thermidrome best. 
Hann þarf sólríkan og skjólgóðan stað og léttan og molturíkan jarðveg og gott er að hafa beð upphækkuð.  Hann á að setja niður á haustin og gott er að miða við miðjan september og fram í seinni hluta október.  Setja niður þokkalega stór rif og á rótarendinn að snúa niður.  Hafa um 25-30cm á milli raða og 10-15 cm á milli rifja og er því plantað um 5-8 cm djúpt.  Ágætt getur verið að skýla þeim þegar þeir fara að skjóta upp kollinum, stundum í nóvember en oft ekki fyrr en í febrúar.  Þegar laufin fara að gulna þá er tímabært að taka hann upp, oft svona í ágúst.
( bls 17-20 Garðyrkjuritið  2011)

Þetta er laukurinn sem ég keypti.  Þessi tegund var ekki nefnd í greininni þeirra. 

No comments:

Post a Comment