Sunday, May 1, 2011

Jólasnjór

Ég mokaði tröppurnar hjá mér í dag.  Þó er fyrsti maí.  En ræktunarstarfið heldur áfram þrátt fyrir snjóþyngsli. 
Í dag sáði ég fyrir :
Skjaldfléttu.  Fann gömul fræ í ísskápnum sem ég týndi fyrir nokkrum árum síðan.  Sjáum hvort þau spíri.
Dilli.  Draumurinn er að fá dill með nýju kartöflunum en líklega er það borin von þar sem dillið þroskast svo snemma. 
Kirsuberjatómötum.  Týndi fræ úr "bónustómati"
3 tegundum af steinselju. plain leaved,moss curled og giant of italy.  Gömul og ný fræ í bland.  Steinseljan er alveg ómissandi í kryddgarðinn.

Ég priklaði Fennelinu  sem ég las svo um í Matjurtabókinni að vildi helst ekkert umrót.  Hefði betur lesið það fyrr en við sjáum hvað setur. 
Fennel








ósköp ræfilslegar í nýjum pottum







Einnig priklaði ég laukinn. 


Ég hlakka virkilega til að sjá hvernig hann plumar sig.  Ég var með vorlauk í fyrra sem heppnaðist mjög vel.  Ætla að sá honum beint út í ár.  Sá honum þéttar.  Hann er víst fjölær. 
Ég gerði líka uppkast að skipulaginu í matjurtagarðinum:  Mikilvægt er að rækta ekki sömu tegundir oft á sama stað.  Þess vegna geri ég uppdrátt að garðinum og geymi á milli ára. 
Ég er með um 37 fm af garðplássi.  Kartöflurnar taka stæsta plássið.  Gott væri að hvíla alltaf 1 beð en ég tími ekki að missa plássið.

Kartöflurnar eru úti í skúr að spíra.  Ég er með hálft kg af rauðum og gullauga, premium, 1 kg af möndlum (deili væntanlega með vinkonu) og nokkrar bláar.  Mér finnst rauðu lang ljúffengastar en í ár mun ég prufa möndlu og bláar í fyrsta sinn.


Jarðaber er búið að umplanta.  Þær eru komnar í upphækkað beð og búnar að fá yfir sig dúk.  Ætla að fjölga þeim og reyna að gera þeim virkilega gott í sumar.  Hef aldrei fengið sérstaka uppskeru af jarðaberjunum mínum en alltaf verið með þær í pottum hingað til.  Nú ætla ég að prufa beð. 

Svo er bara að bíða eftir sumrinu. 

No comments:

Post a Comment