Monday, May 2, 2011

Grænkál

Ég var að lesa í bókinni hennar Hildar Hákonardóttur, Ætigarðurinn.  Þar fjallar hún um fyrstu grænku vorsins og nefnir meðal annars að hægt er að nýta grænkál allan veturinn og verður það jafnvel betra eftir að það hefur frosið.  Þá mundi ég eftir því að ég á grænkál útí garði.  Sendi manninn út eftir því og skellti því í fiskréttinn sem ég var að útbúa. 

Komið í eldhúsið...


...og á pönnuna


Grænkál er tvíært.  Setur fræ seinna árið.  Nú er úti í beði hjá mér fullt af litlum grænkálsgræðlingum, sjálfssáðum þar sem ég henti ekki 2-3 grænkálsplöntum í fyrra sem voru á seinna ári.   Stundum er ágætt að vera ekki að taka alltof mikið til í beðunum hjá sér. 

No comments:

Post a Comment