Friday, July 22, 2011

Ávaxtaræktun á Hellu

Við vinkonurnar vorum svo heppnar að fá að fara í heimsókn til Sæmundar Guðmundssonar eplabónda á Hellu.  Þar ræktar hann í heimilisgarðinum ekki bara epli heldur allra handa ávexti og ber og er garðurinn ævintýri líkastur.  Hann er líka sérlega fróður og finnst gaman að segja frá. Ekki nóg með það heldur fór ég heim með 2 plómugræðlinga, held að yrkið heiti Edda og sé norskt.  Einnig fékk ég stikilsber og havaírós sem á að geta lifað utandyra.   Ég þakka bara kærlega fyrir mig.  

Súlutré.

hérna sést hvernig hann bindur þau upp


Hann bindur greinarnar á plómutrjánum niður þannig að þær hanga.



Espalier




glæsilegur  eplaklasi




plómutré


Conference í góðu skjóli

Þetta er yrkið af bláberjum sem hann mælir með

hérna sjást bláberin

eplatré í góðu skjóli upp við húsvegginn þakið eplum.  Held þetta sé krónprinsinn







No comments:

Post a Comment