Wednesday, July 27, 2011

Uppskera

23 júlí voru fyrstu kartöflurnar teknar upp.  Þær voru af gerðinni Premier.  Einnig var brokkolíið tilbúið.  Hvoru tveggja gómsætt auðvitað.
Í dag grisjaði ég gulræturnar og rauðrófurnar sem ég sáði fyrir.
Jarðaberin eru að þroskast og þegar við sáum að rauðu berin voru hálf étin var breitt yfir beðið en það sást til sökudólgsins hoppa í kring.  Lítill spörfugl.
Rauðrófusalat sumarsins er svona:
Nokkrar litlar rauðrófur, jafn mikið af gulrótum.  Einnig hnúðkál radísur eða zucchini ásamt einu epli.  Allt rifið í skál og sítróna kreist yfir.  Þá er ca 2 skallottulaukar skornir fínt og settir í.  Að lokum er majonesi og sýrðum rjóma eða skyri hrært saman við um eina tsk dijon sinnepi og dressingin sett á salatið.
Svartyllirinn er útsprunginn og eru greinarnar svo þungar af blómaklösunum að þær leggjast að jörðu.  Búið er að gera saft úr 30 blómum en nóg er eftir.



sykurbaunirnar eru byrjaðar að klifra eftir vírunum 

sykurbaunir

svartræturnar vaxa hægt

laukur

fennel

rauðrófurnar grisjaðar

blómaklasi af svartyllinum.  Tilbúinn til að hægt sé að gera saft úr honum

Svartyllirinn þakinn blómum


brokkolí

fyrstu kartöflur sumarsins

1 comment: