Thursday, July 7, 2011

Tómatar

Tómatplönturnar mínar eru 4 í einum potti.  Þær eru allar farnar að blómstra og nokkrir litlir tómatar að myndast.  Ýmislegt verður þó gert öðruvísi á næsta ári.  Plönturnar verða færri í hverjum potti, ég ætla ekki að umpotta þeim oft, og ég ætla að binda þær strax upp en ekki bíða eftir að þær velti um koll.


ég var að binda þær upp í dag og urðu þær að flytja úr glugga niður á gólf. 

Ekki yndisfríð planta en gæti litið betur út.  Það þarf að vökva tómatplöntuna helst 2 svar á dag.  Ég nota maxicrop áburð af og til.  Kemur vel út.  Ekki hefur komið nein óværa á þá sem betur fer. 

No comments:

Post a Comment