Monday, July 18, 2011

Hnúðkál

Ég kom í Smálönd í dag eftir að hafa verið í burtu í nokkra daga á ferðalagi.  Þar beið mín mikið magn af tilbúnu grænmeti, hnúðkálið er tilbúið, radísurnar orðnar að risum og rauðrófurnar þurfti ég að taka upp líka þar sem þær hafa hlaupið í njóla. Brokkolíið er líka tilbúið og verður tekið upp á morgun.

Baunirnar 

Rauðrófur 

Allt of mikið af Radísum sem voru líka orðnar algerir risar.  Vantar uppskriftir!

Hnúðkál er gómsætt hrátt og eldað

Brokkolí 

Búið að uppskera hnúðkálið

Kartöflubeðið

Fennel

Laukurinn er frekar lítill ennþá en allur að koma til samt

Hnúðkál og rauðrófur ásamt skallottolauk og hvítlauk,, kryddað með  timian, salti  og hvítlauksdufti  bakað í ofni.  Bara gott. 

1 comment:

  1. vá vá vá! Engin smá spretta í þessu hjá þér! Þú ert göldrótt! :)

    Velkomin heim!

    ReplyDelete