Sunday, July 3, 2011

Radísur og fleira

Radísurnar líta mjög vel út.  Ég hef greinilega sett niður einhversskonar blöndu af rauðum, gulum, hvítum og fjólubláum, bæði aflöngum og kúlulaga.  Þær spretta ljómandi vel og ég tók upp heilan helling í dag.




Rauðrófurnar líta því miður ekki eins vel út og eru byrjaðar að hlaupa í njóla. Ég er búin að hafa yfir þeim dúk allan tímann en hann hefur fokið af síðan ég leit á þær síðast.  Kannski var það bara nóg. En ekki er öll nótt úti enn, kannski bjargast einhverjar.




Í hverfinu mínu er lítill og sætur garður með kartöflum og rabbabara.  Þar eru líka runnar, skjólbelti og fjölær blóm. 


No comments:

Post a Comment