Wednesday, July 6, 2011

Rauðrófna vandræði

Mér sýnist forræktuðu rauðrófurnar sem ég setti niður síðast í maí allar vera að hlaupa í njóla. Það lítur út fyrir að ég hafi sett þær of snemma niður.  Þær eru viðkvæmar og þola kulda illa.  Ég tók því nokkrar upp í dag og fyrir 3 dögum síðan og gerði mér salat í dag.  Það samanstóð af rifnum gulrótum, rauðrófum, epli og rauðkáli ásamt smátt skornum skallottlauki.  Útá þetta fór sítrónusafi, sléttblaða steinselja og majónes með sinnepi.  Mjög gott.  Þær eru semsagt nothæfar þrátt fyrir allt.  Pínulitlar reyndar, álíka og radísurnar. 

Hérna sést hvernig hún er hlaupin í njóla

Farinn að myndast brokkolíhaus

Hnúðkál, nú er bara spurning hvort ég fái að hafa það í friði í ár

Svartræturnar líta ágætlega út.  Þær eru víst mjög hægvaxta

blandað salat, alltaf gott að eiga nóg af því

matlaukurinn er aðeins að koma til. 

Veðrið var mjög gott í dag, hlýtt og sól.  Við höfum þurft að vökva oft í sumar. 

No comments:

Post a Comment